Nýjast á Local Suðurnes

Rafrænn frístundastyrkur í Vogum

Sveitarfélagið Vogar hefur innleitt rafrænan frístundastyrk. Allir þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru undir 18 ára aldri eða yfir 67 ára aldri eiga rétt á frístundastyrk að upphæð kl. 25.000 á ári. Fyrst um sinn geta einungis 18 ára og yngri nýtt sér rafræna styrkinn en fyrirkomuleg greiðslu er óbreytt varðandi 67 ára og eldri.

Til að nýta sér rafrænan frístundastyrk þurfa forráðamenn að fara á heimasíðu viðkomandi íþrótta- eða tómstundastarfs, hlekkurinn er xxx.felog.is (til dæmis throttur.felog.is). Þar skrá menn sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli og fylgja leiðbeiningum til að sækja um styrkinn.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi veitir hjálp og aðstoð þeim sem lenda í vandræðum með þetta og svarar fyrirspurnum um málið. Netfang hans er matthias@vogar.is

Þeir sem nú þegar hafa greitt þátttökugjöld og sótt um frístundastyrk gegnum íbúagátt fá leiðbeiningar frá íþrótta- og tómstundafulltrúa í tölvupósti á næstunni, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.