Körfuboltavöllur til minningar um Ölla tilbúinn í sumar
Glæsilegur körfuboltavöllur til minningar um körfuboltamanninn Örlyg Aron Sturluson er fullfjármagnaður og verður tilbúinn til notkunar í Ungmennagarði Reykjanesbæjar síðar í sumar, frá þessu greindi Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, formaður unglingaráðs félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanæsbæjar á dögunum.
Unglingaráð Fjörheima setti sér það markmið að reisa körfuboltavöll í Ungmennagarði Reykjanesbæjar til minningar um körfuboltamanninum Ölla (Örlyg Aron Sturluson) sem lést af slysförum aðeins 18 ára gamall. Markmiðið er að Öllavöllurinn verði fyrsta skref í enduruppbyggingu Ungmennagarðsins sem staðsettur er við Hafnargötu 88, sem hýsir félagsmiðstöðina Fjörheima og 88húsið sem er ungmennahús Reykjanesbæjar.