Nýjast á Local Suðurnes

Körfuboltavöllur til minningar um Ölla tilbúinn í sumar

Glæsi­legur körfu­bolta­völlur til minningar um körfu­bolta­manninn Ör­lyg Aron Sturlu­son er full­fjár­magnaður og verður til­búinn til notkunar í Ung­menna­garði Reykja­nes­bæjar síðar í sumar, frá þessu greindi Margrét Norð­fjörð Karls­dóttir, for­maður ung­linga­ráðs fé­lags­mið­stöðvarinnar Fjör­heima á fundi í­þrótta- og tóm­stunda­ráðs Reykja­næs­bæjar á dögunum.

Ung­linga­ráð Fjör­heima setti sér það mark­mið að reisa körfu­bolta­völl í Ung­menna­garði Reykja­nes­bæjar til minningar um körfu­bolta­manninum Ölla (Ör­lyg Aron Sturlu­son) sem lést af slys­förum að­eins 18 ára gamall. Mark­miðið er að Ölla­völlurinn verði fyrsta skref í endur­upp­byggingu Ung­menna­garðsins sem stað­settur er við Hafnar­götu 88, sem hýsir fé­lags­mið­stöðina Fjör­heima og 88húsið sem er ung­menna­hús Reykja­nes­bæjar.