Nýjast á Local Suðurnes

Fræðir foreldra um skaðsemi fíkniefna

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, hefur að undanförnu heimsótt nemendur og frætt þá um skaðsemi og afleiðingar fíkniefnaneyslu. Sigvaldi mun flytja fyrirlestur um sama efni fyrir foreldra næstkomandi mánudag.

Sigvaldi mun meðal annars sýna foreldrum og kennurum það efni sem hann hefur sýnt nemendum að undanförnu auk annarrar fræðslu. Gestir á fundinum verða fjölskylda Einars Darra úr ég á bara eitt líf hópnum. Fyrirlesturinn er opinn öllum foreldrum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Fjölbrautaskóla Suðurnesja næstkomandi mánudag, 25. mars, og hefst hann klukkan 17 og stendur til um klukkan 18:30. Verkefnið er samstarfsverkefni Samtakahópsins, heilsueflandi samfélags í Reykjanesbæ, FFGÍR og foreldrafélags FS.