Gætu þurft að greiða allt að hálfri milljón á dag fyrir stæði við flugstöðina
Stærri bifreiðar gætu þurft að greiða um hálfa milljón króna á dag fyrir stæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að hækkun á gjöldum til hópferðafyrirtækja tekur gildi í mars næstkomadi.
Þetta kemur fram í máli Þóris Garðarssonar, stjórnarformanns Gray Line, í samtali við mbl.is. Þórir segir að reiknað sé með að áætlunarferðir Gray Line verði um 20 til 25 ferðir á dag frá flugstöðinni frá 1. mars.
„Þá þurfum við að borga í kringum 440 þúsund á dag eða jafn mikið og við borgum fyrir heilan mánuð í dag fyrir að vera upp við flugstöðina.“ Segir Þórir.