Nýjast á Local Suðurnes

Blóðslettur og hnífar á víð og dreif um Bókasafn Reykjanesbæjar

Gestum sem heimsóttu Bókasafn Reykjanesbæjar brá heldur betur í brún í morgun, en safnið leit út eins og glæpavetvangur, lögregluborðar, blóðslettur, hnífar, byssur og skotför voru á víð og dreif um safnið.

Ekki var þó allt eins og það sýndist því glæpasagnavika stendur nú yfir í bókasafninu og vopnin og blóðið voru búin til úr plasti. Glæpasögum er gert sérlega hátt undir höfði þessa vikuna og hægt er að spreyta sig á glæpasagnagetraun og athuga hvernig kunnáttan er. Spurningarnar eru gerðar úr ýmsum nýlegum glæpasögum. Spurningarnar er hægt að nálgast í afgreiðslu safnsins eða hér á heimasíðu safnsins.

Glæpakóngurinn eða glæpadrottningin verða valin í byrjun næstu viku og fá glæpasögu að gjöf.

Hápunktur glæpasagnavikunnar verður fimmtudagskvöldið 27. október þegar glæpasagnahöfundarnir Lilja og Yrsa Sigurðardætur mæta á svæðið með glænýjar glæpasögur. Þær lesa úr sögum sínum og segja aðeins frá sínum glæpasagnaáhuga og hvernig þeirra sögur verða til.

glæpur1

 

glæpur2

 

glæpur3