Nýjast á Local Suðurnes

Gosstöðvar vinsælar á sunnudagsrúntinum

Á milli 2.200 og 2.300 manns gegnu fram hjá teljurum Ferðamála­stofu við göngu­leiðir að gosstöðvun­um í Geld­inga­döl­um í gær og er dagurinn sá fjölmennasti undanfarnar tvær vikur.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um bend­ir á að bannað sé að leggja á og við Suður­strand­ar­veg. Bíl­um skal lagt á skipu­lögðum bíla­stæðum á gras­fleti við veg­inn, aðkoma er að stæðunum bæði úr austri og vestri. 

Veður­spá fyr­ir gosstöðvarn­ar og lík­leg gas­dreif­ing í dag, mánu­dag og á þriðju­dag er eftirfarandi: 

Frem­ur hæg norðaust­læg eða breyti­leg átt og bjart að mestu í dag, hiti 4 til 10 stig. Gasmeng­un er ólík­leg til að ber­ast í miklu magni yfir byggð, en gæti safn­ast fyr­ir í lægðum á gosstöðvun­um.

Snýst í sunn­an 3-8 m/​s í kvöld sem gæti blásið gasmeng­un yfir Vatns­leysu­strönd, og seint í kvöld og nótt eru lík­ur á þoku.

Suðvest­an 3-8 og skýjað í fyrra­málið og lík­ur á smá­skúr­um. Gasmeng­un berst þá í átt að höfuðborg­ar­svæðinu, en eft­ir há­degi á morg­un snýst í norðvest­an 5-10 og meng­un­in ætti að ber­ast á haf út.