Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið stefnir að byggingu 28 íbúða fjölbýlishúss fyrir starfsfólk

Bláa lónið stefnir að byggingu fjölbýlishúss í Grindavík fyrir starfsfólk fyrirtækisins sem vill flytja á svæðið. Um er að ræða 28 íbúða fjölbýlishús.

Stefnt er að því að gengið verði frá samningi um framkvæmdirnar á næstu dögum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, sem greinir frá áformunum í síðasta tölublaði. Aðspurður sagðist Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu þar sem ekki hafi verið gengið formlega frá öllum samningum.