Nýjast á Local Suðurnes

Næst flest hegningarlagabrot á Suðurnesjum

Embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið saman bráðabirgðatölur um afbrot á landinu öllu fyrir árið 2019. Næst flest brotin áttu sér stað á Suðurnesjum.

Hegningarlagabrot í lögregluembættunum dreifðust þannig að um 80% brota áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu, en næst flest á Suðurnesjum eða rúmlega 6%. Skráð brot á Suðurnesjum samkvæmt bráðabirgðatölunum voru 276 á síðasta ári sem er örlítil aukning frá árinu áður. Árið 2018 voru hegningarlagabrotin hins vegar nokkuð á fjórða hundraðið.