Nýjast á Local Suðurnes

Stórt Keflavíkurtap í Garðabæ – Dupree vísað úr húsi

Stjarnan lagði Keflvíkinga sannfærandi í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld, munurinn var 17 stig þegar upp var staðið, 99-82. Leikurinn var lokaleikur fjórðu umferðar og töpuðu öll Suðunesjaliðin leikjum sínum í umferðinni.

­Stjörnumenn höfðu yf­ir­hönd­ina nánast allan leikinn, fyrir utan kafla undir lok fyrri hálfleik­s, en þá var Reggie Dupree rekinn af leikvelli fyrir óíþróttamannslega hegðun, en hann kastaði svitabandi Just­in Shou­se upp í stúku. Stj-rnumenn leiddu að lokn­um fyrri hálfleik, 46-37.

Stjörnu­menn héldu yf­ir­hönd­inni í þriðja leik­hluta og ljóst að atvikið með Dupree undir lok fyrri hálfleiks riðlaði leik liðsins mikið. Stjörnu­menn upp­skáru að lok­um ör­ugg­an sig­ur, 99-82, eftir að bæði lið höfðu skipt aðalliðum sínum út af undir lok leiksins.