Nýjast á Local Suðurnes

Körfuboltinn farinn af stað – Suðurnesjaliðin léku í Fyrirtækjabikarnum

Þá er körfuboltavertíðin að fara á fullt, Keflavík, Njarðvík og Grindavík léku í Fyr­ir­tækja­bik­ar karla í körfuknatt­leik í kvöld. Leikur Keflavíkur og Breiðabliks sem fram fór í Kópavogi var æsispennandi allan tímann en Keflvíkingar höfðu að lokum eins stigs sig­ur 78:77.

Njarðvíkingar léku gegn Þór frá Þorlákshöfn og töpuðu með 15 stiga mun, 87-72. Grindvíkingar tóku á móti ÍR-ingum í Grindavík og sigruðu 85-75.