Lagfæra Hafnargötu í sumar – Einstefna á hluta götunnar
Unnið verður að lagfæringu á Hafnargötu í Reykjanesbæ í sumar, en unnið er að hönnun götunnar þar sem fyrirkomulagi bílastæða verður breytt þannig að auðveldara verður að bæta aðgengismál og betur verður gert ráð fyrir gangandi fólki.
Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins á dögunum. Á meðan á framkvæmdum stendur verður komið á einstefnu á hluta götunnar og í ljósi reynslunnar verður framhaldið á því skoðað. Unnið er að umferðargreiningu.
Þá segir að mikilvægt sé að tryggja aðkomu hagaðila við Hafnargötu og íbúa bæjarins að framtíðarfyrirkomulagi umferðar um Hafnargötu.