Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund í knattspyrnu

Njarðvík­ing­ar, tóku granna sína í Kefla­vík í kennslustund í knattspyrnu í kvöld þegar liðin mætt­ust í 32ja liða úr­slit­un­um í bik­ar­keppni karla í fót­bolta, Mjólk­ur­bik­arn­um.

Loka­töl­ur á HS-Orkuvellinum, heimavelli Keflvíkur voru 4-1 fyr­ir Njarðvík­inga, sem eru efst­ir í 2. deild­inni eft­ir mjög góða byrj­un þar og hafa unnið alla leiki sína á tíma­bil­inu. Keflvíkingar eru hinsvegar í basli í efstu deild.