Njarðvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund í knattspyrnu

Njarðvíkingar, tóku granna sína í Keflavík í kennslustund í knattspyrnu í kvöld þegar liðin mættust í 32ja liða úrslitunum í bikarkeppni karla í fótbolta, Mjólkurbikarnum.
Lokatölur á HS-Orkuvellinum, heimavelli Keflvíkur voru 4-1 fyrir Njarðvíkinga, sem eru efstir í 2. deildinni eftir mjög góða byrjun þar og hafa unnið alla leiki sína á tímabilinu. Keflvíkingar eru hinsvegar í basli í efstu deild.