Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur Vogum ætlar að leggja Fram að velli í dag

Það verður sannkölluð bikarstemmning í dag kl. 16.30 þegar Þróttur úr Vogum mætir Fram í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þess má geta að Þróttarar tryggðu sér sætið í 16 liða úrslitunum með því að vinna sannkallaðan risa-sigur á KR í 32ja liða úrslitunum.

Framarar verða Þrótturum án efa erfiðir enda er liðið að gera góða hluti í Olísdeildinni, sitja sem stendur í 3. sæti deildarinnar eftir að hafa gert jafntefli 26-26 í síðasta leik á móti Akureyri.

“Fyrrverandi landsliðskempurnar hjá Þrótti Vogum ætla sér ekkert annað en sigur og markmiðið er final four í Laugardalshöllinni.” Segir á heimasíðu Þróttara.

Áhugamenn um handbolta eru hvattir til að mæta á leikinn og taka þátt í þessum stórviðburði. Fyrst og fremst hvetja Þróttarar Vogabúa til að fjölmenna á leikinn og styðja félagið sitt og taka þátt í þessari gleði. Sölubás verður á svæðinu og treyjur félagsins verða til sölu ásamt ýmsum varningi merktum félaginu.

Húsið opnar klukkutíma fyrir leik og hvetjum við alla til að vera mættir tímalega og muna mæta í litum félagsins

Verðinu á þennan stórviðburð í handboltasögu Þróttara er stillt í hó, aðeins kostar 1.000 krónur inn fyrir 15 ára og eldri og verður frítt inn fyrir börn.