Nýjast á Local Suðurnes

Toni skaut sér í átta liða úrslit

Arngrímur Anton Ólafsson, Toni, tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum úrvalsdeildarinnar í pílukasti, eftir sigur í B-deild keppninnar sem fram fór í gærkvöldi.

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að næstu vikurnar fer riðlakeppni fram og svo tekur við útsláttarkeppni. Tveir Suðurnesjamenn hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum, Toni, sem keppir undir nafni Pílufélags Reykjanesbæjar og Hörður þór, Pílufélagi Grindavíkur. Þeir munu etja kappi í átta liða úrslitunum.

Toni náði 70,53 að meðaltali í keppninni í gær og um 40% útskotshlutfalli, en bæði telst afar gott.