sudurnes.net
Toni skaut sér í átta liða úrslit - Local Sudurnes
Arngrímur Anton Ólafsson, Toni, tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum úrvalsdeildarinnar í pílukasti, eftir sigur í B-deild keppninnar sem fram fór í gærkvöldi. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að næstu vikurnar fer riðlakeppni fram og svo tekur við útsláttarkeppni. Tveir Suðurnesjamenn hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitum, Toni, sem keppir undir nafni Pílufélags Reykjanesbæjar og Hörður þór, Pílufélagi Grindavíkur. Þeir munu etja kappi í átta liða úrslitunum. Toni náði 70,53 að meðaltali í keppninni í gær og um 40% útskotshlutfalli, en bæði telst afar gott. Meira frá SuðurnesjumÍRB sigurvegari á AMÍ sjötta árið í röðSigurður Ragnar verður yfirmaður knattspyrnumálaÞróttur Vogum ætlar að leggja Fram að velli í dagÓtrúlegar lokasekúndur þegar Grindavík tryggði sér sæti í 16 liða úrslitumKeflavík í 8 liða úrslit eftir sigur í grannaslagSuðurnesjamenn áttu sviðið í pílukasti um helginaB-lið Njarðvíkur peppað í leikinn gegn Haukum: “Ætlum okkur áfram í þessari keppni”Reynismenn stefna á að komast í 8 liða úrslit – Taka á móti Njarðvík b í dagGrindavíkurstúlkur leika til úrslita á morgun – Hafa þegar tryggt sér sæti í Pepsí-deildinniGríðarlega mikilvægur grannaslagur í Garði á laugardag