Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar skiluðu ferðamönnum í vandræðum heilum heim

Björgunarsveitin Þorbjörn og Björgunarsveit Hafnarfjarðar leituðu í gærkvöldi að erlendu pari sem ætlaði að ganga frá Krísuvík til Reykjavíkur en lenti í villum.

Fólkið var í símasambandi og gat svarað RescueMe boðum þannig að staðsetning þess varð fljótlega ljós. Grindvíkingar sóttu fólkið þangað sem það var statt við Kleifarvatn og flutti til Reykjanesbæjar, segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.