Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurstúlkur verða áfram í fyrstu deild eftir tap gegn ÍA

Grindavíkurstúlkur mættu til leiks gegn ÍA af miklum krafti og náðu tveggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins, en þær töpuðu fyrri leik liðanna á Akranesi 3-0 og því mikilvægt að raða inn mörkum í upphafi leiks.

Þær reyndu hvað þær gátu að ná inn þriðja markinu en á 76. mínútu gerð Skagakonur út um vonir Grindavíkur, þegar þær laumuðu inn marki en eftir þetta þurftu Grindvíkingar að skora þrjú mörk til að komast upp í staðinn fyrir eitt til að jafna einvígið og má segja að þetta mark hafi verið rothöggið því eftir þetta var allur vindur úr annars fersku liði Grindavíkur.

Það verða því ÍA og FH sem verða nýliðar Pepsi deildar kvenna á næstu leiktíð en þau lið féllu niður úr deild þeirra bestu í fyrra.