Nýjast á Local Suðurnes

Mun kísill úr Helguvík hjálpa fólki í ástarlífinu?

Hnífapör, verkfæri og varahlutir á meðal þess sem inniheldur kísil

Bæði Thorsil og United Silicon sem standa í umfangsmiklum framkvæmdum í Helguvík hafa gert sölusamninga um hluta framleiðslunnar, United Silicon hefur gert samninga um sölu á um 85% af framleiðslunni og Thorsil hefur gert samninga um sölu á kísilmálmi til 10 ára, meðal annars við bandaríska stórfyrirtækið Dow Corning og er heildarfjárhæð samningana um 150 milljarðar króna.

Þó Kísilmálmur sé fyrst og fremst notaður sem íblöndunarefni við framleiðslu á stáli og sem íblöndunarefni í járnsteypu og kísill sem íblöndunarefni í ál og við framleiðslu á sílikon efnum, framleiðslu sem neytendur tengja sig ekki beint við þá er kísillinn notaður við framleiðslu á ýmsum vörum sem flest okkar nota dagsdaglega, þó við gerum okkur ekki endilega grein fyrir því.

Kísill er notaður í siliconpúða og hin ýmsu hjálpartæki ástarlífsins

Þær vörur sem við þekkjum sem neytendur og innihalda kísilmálm eru meðal annars. byggingarstál, rafmagnsmótorar, hnífapör, verkfæri, rafhlöður og rafbúnaður í tölvum og símum.

Kísill er mikið notaður í snyrtivörur svo sem sjampó, hárnæringu og andlitskrem sem og hinar ýmsu tegundir bílavarahluta. Kísillinn er einnig notaður í siliconpúða til brjóstastækkunar og í fjölda tegunda af hjálpartækjum ástarlífsins.