Nýjast á Local Suðurnes

Örfáar kvartanir eftir að ljósbogaofn United Silicon náði fullu álagi

Umhverfisstofnun bárust rúmlega 130 kvartanir á níu dögum eftir að ljósbogaofn verksmiðju United Silicon var ræstur á ný eftir stopp vegna bruna í verksmiðjunni. Ofnin var endurræstur þann 21. maí síðastliðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun náði ofninn fullu álagi um mánaðarmótin og þá snarfækkaði kvörtunum, en eftir að ofninn náði fullu álagi hafa stofnuninni borist á bilinu 1-2 ábendingar á dag, en Einar Halldórsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í samtali við Suðurnes.net að álag hafi minnkað nokkrum sinnum frá því að hann náði fullu álagi og að það kunni að skýra þær ábendingar sem hafi borist.

“Möguleg skýring er álagið á ofninum en það hefur verið minnkað nokkrum sinnum frá því þar seinustu helgi en hefur verið í kringum 30 MW að mestu leiti.”