Nýjast á Local Suðurnes

Kardashian róar húðina með vörum frá Bláa lóninu – Sjáðu Snappið!

Ofurbomban Kim Kardasian er einn af öflugustu notendum smáforritsins SnapChat, en það notar hún óspart til að koma boðskap sínum á framfæri. Breska vefsíðan Byrdie birti á dögunum nokkur myndbönd frá stjörnunni, þar sem hún fer í létt gegnum snyrtivörutöskuna sína.

Þar kemur fram að raunveruleikaþáttastjarnan notast við Silica Softening Bath & Body Oil frá Bláa lóninu, en þessa vöru segir stjarnan mýkja og róa húðina áður en hún heldur af stað í morgunskokkið. Áhugasamir geta skoðað Snappið hér fyrir neðan.