Nýjast á Local Suðurnes

Kardashian-fjölskyldan orðlaus yfir Bláa lóninu – Myndband!

Það hefur vart farið framhjá mörgum að raunveruleikastjarnan Kim Kardashian heimsótti landið á dögunum ásamt fjölskyldu og vinum, að sjálfsögðu voru upptökumenn og framleiðendur frá sjónvarpsstöðinni E! með í för og sáu til þess að allt væri skilmerkilega tekið upp fyrir sjónvarpsþátt fjölskyldunnar.

Líkt og flestir ferðamenn sem koma til landsins heimsótti fjölskyldan fræga Bláa lónið og er óhætt að segja að fegurð lónsins hafi komið þeim á óvart, en viðbrögðin við komuna í lónið má sjá í nýjasta þættinum sem sýndur var í Bandaríkjunum á dögunum.

Atriðið sem tekið er upp í Bláa lóninu hefst á u.þ.b 23. mínútu.