Nýjast á Local Suðurnes

Misjafnar áherslur hjá stærstu skemmtistöðunum

Skemmtanaþyrstir Suðurnesjamenn hafa möguleikann á að skella sér út á lífið í kvöld þrátt fyrir samkomubann en skemmtistaðurinn Paddy´s verður opinn eins og venjulega. Þar á bæ áskilja menn sér þó rétt á að skella í lás verði of þröngt inni á staðnum.

Á skemmtistaðnum H30 við Hafnargötu er viðhorfið þó annað, en þar ákváðu eigendur í samráði við starfsfólk að hafa staðinn lokaðann á meðan á samkomubanni stendur, en í tilkynningu á Fésbókarsíðu staðarins kemur fram að með því vilji eigendur og starfsfólk setja heilsu starfsfólks og viðskiptavina í forgang.