Nýjast á Local Suðurnes

Nettómótið á næsta leiti: Veitingamenn og eigendur verslana hvattir til að birgja sig upp

Hið árlega Nettómót í körfuknattleik fer fram í Reykjanesbæ helgina 2. – 4. mars næskomandi og hvetur barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur þá aðila sem hafa með afþreyingu og veitingarekstur að gera að gera sig klára í að taka á móti þúsundum gesta.

Búast má við þúsundum gesta til Reykjanesbæjar þessa helgi og er það markmið allra sem koma að mótinu að taka vel á móti öllum þeim sem heimsækja okkur, segir í tilkynningu. Við hvetjum forsvarsmenn veitingastaða, verslana og aðra sem bjóða upp á hverskyns afþreyingu að vera vel undirbúna undir helgina og tilbúna til að taka við miklum fjölda. Markmiðið er að gestir okkar kveðji Reykjanesbæ með jákvæðum hug að loknu móti, segir einnig í tilkynningunni.