Nýjast á Local Suðurnes

Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar taka þátt í streymisdagskrá Hljómahallar

Hljómahöll og Rokksafn Íslands bjóða landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði í gegnum streymi á netinu á þessum óvissutímum.

Á meðal listamanna sem taka þátt í verkefni Hljómahallar og Rokksafnsins eru Ásgeir, Moses Hightower, GDRN og Hjálmar. Þá fær Rokksafn Íslands í heimsókn þá Pál Óskar og Björgvin Halldórsson sem munu leyfa áhorfendum að skyggnast á bakvið tjöldin við gerð sýninganna sem gerðar voru um þá á Rokksafni Íslands. Einnig verður boðið upp á að taka þátt í Popppunkt um popp- og rokksögu Íslands með Dr. Gunna í gegnum Kahoot í beinni á netinu.

Tónleikadagskrá í beinni útsendingu á Facebook-síðu Hljómahallar:

Ásgeir – 26. mars kl. 20:00
Moses Hightower – 2. apríl kl. 20:00
GDRN – 7. apríl – kl. 20:00
Hjálmar – 16. apríl – kl. 20:00

Popppunktur með Dr. Gunna:
27. mars kl. 14:00
3. apríl kl. 14:00

Heimsóknir frá Páli Óskari og Björgvini Halldórssyni
Dagsetningar verða tilkynntar innan tíðar.

Allar nánari tímasetningar og dagskrá verður kynnt á Facebook-síðu Hljómahallar og Rokksafns Íslands. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar en við mælum með að fylgjast vel með á Facebook-síðu Hljómahallar til að fá nýjustu fréttir og dagskrá.