Nýjast á Local Suðurnes

Stolið fyrir hundruð þúsunda

Tvö innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á nýliðnum dögum.  Úr öðru húsnæðinu höfðu hinir óboðnu gestir með sér þrjár tölvur og búnað tengdum þeim. Verðmæti er talið hlaupa á hundruðum þúsunda.

Í hinu tilvikinu var farið inn í íbúðarhúsnæði, en ekki er ljóst hversu miklu var stolið Þar, því húsráðendur voru staddir erlendis þegar verknaðurinn átti sér stað. Rökstuddur grunur leikur á hverjir voru þarna að verki og í öðru húsnæði sem annar þeirra hafði áður haft á leigu fannst meint þýfi, amfetamín og ambúlur.

Lögregla rannsakar málin.