Nýjast á Local Suðurnes

United Silicon: 30 milljónir í ríkisaðstoð á tveimur árum – Ekki nýtt afslætti frá Reykjanesbæ

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

United Silicon hefur fengið rúmar 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á síðastliðnum tveimur árum. Fyrirtækið fékk rúm­ar 16 millj­ón­ir í rík­isaðstoð 2015 og tæp­ar 14 millj­ón­ir í fyrra. Eng­in rík­isaðstoð var hins veg­ar veitt fyr­ir­tæk­inu árið 2014.

Þetta kom fram í svari Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, við fyr­ir­spurn frá Ein­ari Brynj­ólfs­syni, þing­manni Pírata, á Alþingi í gær. Á opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar um málefni fyrirtækisins, sem haldinn var þann 5. apríl síðastliðinn, kom fram að fyrirtækið hafi einungis nýtt sér ákvæði í samningnum sem snéru að þjálfun starfsmanna.

Fyrirtækið hefur þó ekki nýtt ákvæði um 50% afslátt af fasteignagjöldum hjá Reykjanesbæ, sem fyrirtækið á möguleika á að fá samkvæmt fjárfestingasamningi sem gerður var við ríkisstjórnina, né ákvæði um 30% afslátt af lóðagjöldum til Reykjaneshafnar, sem það á rétt á samkvæmt sama samningi.