Nýjast á Local Suðurnes

Milljónirnar streyma inn – Gestir Bláa lónsins greiða um 16 milljónir króna í aðgangseyri á dag

Gestir Bláa lónsins í fyrra voru 1.122.000 og fjölgaði um 200 þúsund milli ára og greiða um 16 milljónir króna að meðaltali á dag í aðgangseyri. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins í dag. Þá voru seldar veitingar fyrir 18 milljónir evra í fyrra — 125 prósent meira en fyrir tveimur árum.

Tekjur Bláa lónsins í fyrra voru um 77,2 milljónir evra, eða um 10,3 milljarðar króna miðað við meðalgengi evru, sem er 43% aukning frá fyrra ári.