Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarleg aukning í sölu fasteigna á Suðurnesjum

Innri - Njarðvík

Langmest aukning var í veltu á fasteignamarkaði á fyrstu ellefu mánuðum ársins á Reykjanesinu, heildarveltan á árinu er komin í 27 milljarða, sem er aukning sem nemur um 12 milljörðum króna, eða 80 prósent á milli ára samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á Reykjanesi í ár er kominn í 1.037, en sú tala miðast við sveitarfélögin Garð, Grindavík Sandgerði og Voga auk Reykjanesbæjar. Allt árið 2015 var 806 kaupsamningum þinglýst á Reykjanesi.

Þrátt fyrir að tekið sé fram á vef Þjóðskrár að meðalupphæð kaupsamnings skuli ekki túlka sem meðalverð eigna – Og þar með sem vísbendingu um verðþróun, er þó ljóst að verðgildi hvers samnings hefur aukist töluvert milli ára.