Nýjast á Local Suðurnes

Byggja þrautabraut við Kamb

Innri - Njarðvík

Reykjanesbær stefnir á að byggja þrautabraut við Kamb í Innri-Njarðvík, en verkefnið er tengt hugmyndum sem fengu brautargengi í hugmyndasöfnun á vefnum Betri Reykjanesbær.

Búið er að panta þrautabraut og er gert ráð fyrir að hún verði sett upp við Kamb í Innri-Njarðvík í sumar.