Reykjanesbraut lokuð í átt til Reykjanesbæjar

Reykjanesbraut er lokuð við Voga í átt til Reykjanesbæjar þar sem unnið er við að hreinsa olíu sem lak á veginn.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar var veginum lokað um klukkan fimm og verður hann lokaður um tíma.
Uppfært klukkan 18:20:
Hreinsunarstarfi er lokið á vettvangi.