Nýjast á Local Suðurnes

Áfram tafir á umferð á Reykjanesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum segir í tilkynningu að Reykjanesbraut verði lokuð við Hvassahraun eitthvað áfram, eftir að fiskflutnimgabíll valt þar í nótt. Vegurinn hefur verið lokaður í átt til Reykjanesbæjar í um sex klukkustundir. Búast má við að önnur akreinin verði opnuð tímabundið og svo lokað síðar í dag þar til hreinsun verður lokið

Tilkynning lögreglu:

Varðandi lokun á Reykjanesbraut.
Staðan er sú að verið er að vinna í því að koma fiski úr bifreiðinni yfir í aðra bifreið og gengur sú vinna vel. Að því loknu mun slökkvilið halda áfram að hreinsa upp olíu af veginum. Við erum að vinna í því að fá keilur frá Vegagerðinni þar sem til stendur að opna vinstri akreinina um leið og mesta olían hefur verið hreinsuð upp. Það má hinsvegar búast við því að við þurfum að loka báðum þessum akreinum síðar í dag vegna hreinsunarstarfs, en verið er að kanna í þessum töluðu orðum hvort að olía hafi verið í jarðveginn. Hvetjum þá sem eru á leið í flug að fara fyrr af stað en ella vegna þessa og jafnvel að velja hina margrómuðu Krýsuvíkurleið.
Höldum ykkur upplýstum eftir bestu getu.