Bjóða út viðgerðir á grjótvörn

Reykjaneshöfn og Vegagerðin hafa óskað eftir tilboðum í að lagfæra skemmdir á grjótvörn á enda norður hafnargarðs Grófarhafnar og skemmd á öldubrjót Njarðvíkurhafnar.
Grjótvarnirnar skemmdust að hluta í óveðri á síðasta ári.
Verkefnið felst í að gera leið að þessum skemmdum, opna garðana (grjótvörnina) eins og þörf er á til að byggja upp garðana að nýju á þessum stöðum.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2021, segir í auglýsingu Vegagerðarinnar.