Nýjast á Local Suðurnes

Vegagerðin býður út hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Stekks

Vegagerðin og Reykjanesbær óska eftir tilboðum í gerð hringtorgs ásamt aðlögun aðliggjandi vega á vegamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Reykjanesbæ að hringtorginu.

Framkvæmdarleyfi var veitt af Reykjanesbæ þann 11. júní síðastliðinn og er áætlað að framkvæmdir hefjist í byrjun ágúst og sé að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember.