Nýjast á Local Suðurnes

Ístak bauð lægst í gerð hringtorga við Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Verktakafyrirtækið Ístak átti lægsta boð, af þremur, í gerð hringtorga við Reykjanesbraut, en tilboð í verkið voru opnuð í dag. Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær óskuðu eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut í Reykjanesbæ. Annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg (Þjóðbraut), auk aðlögunnar aðliggjandi vega að hringtorgunum.

Gert er ráð fyrir að verkið hefjist sem fyrst, en því skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september næstkomandi.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik þús.kr.
ÍAV hf., Reykjavík255.812.123133,263.812
Ellert Skúlason ehf., Reykjanesbæ224.442.500116,932.443
Ístak hf., Mosfellsbæ215.979.065112,523.979
Áætlaður verktakakostnaður192.000.000100,00