Nýjast á Local Suðurnes

Eitt tilboð barst í gerð undirganga

Eitt tilboð barst Vegagerðinni í gerð steyptra undirganga og stígtenginga við þau undir Grindavíkurveg við Suðurhóp. Tilboðið sem er frá verktakafyrirtækinu Ellert Skúlason hf. hljóðaði upp á tæplega 80 milljónir króna og er um 18 milljónum króna hærra en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á.

Verði tilboðinu tekið munu framkvæmdir hefjast á næstunni og á verkinu að vera að fullu lokið eigi síðar en 15. september næstkomandi.