Nýjast á Local Suðurnes

Gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði íslenskan karlmann sem kom með flugi frá Edinborg þann 10. nóvember síðastliðinn. Við leit fundust tæplega tvö kíló af kókaíni sem hafði verið falið í ferðatösku. Maðurinn hafði aðeins millilent í Edinborg en kom þaðan frá Alicante á Spáni.

Þrjú stærstu kókaínmál Íslandssögunnar hafa komið upp á Keflavíkurflugvelli árinu og stefnir í metár í haldlögðum fíkniefnum hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem er búin að haldleggja um 50 kíló af fíkniefnum á þessu ári.