Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar í góðri stöðu eftir sigur í Garðabæ

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Sterk liðsheild Njarðvíkinga með þá Odd­ Helga Kristjáns­son og Hauk­ Helga Páls­son í broddi fylkingar skóp afar mikilvægan 68-73 sigur gegn Stjörnunni í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Það var ljóst strax í upphafi að Njarðvíkingar ætluðu að selja sig dýrt í kvöld, vonbrigði með meiðsli Stefan Bonneau virtust þjappa liðinu saman og liðsheildin virtist sterk og leikgleðin til staðar. Umdeildur dómur sem tryggði Njarðvíkingum fimm stiga sókn og góður kafli undir lok fyrri hálfleiks tryggði Njarðvík­ing­um 12 stiga for­ystu í hálfleik, 36-48. Stjörnumenn voru ekki par sáttir við atvikið umdeilda, en dæmd var villa á Stjörnumenn fjarri boltanum á sama tíma og  Maciej Bag­inski skoraði þriggja stiga körfu, Njarðvíkingar fengu körfuna dæmda gilda og vítaskot að auki.

Stjörnu­menn söxuðu á for­skotið hægt og bít­andi í síðari hálfleik og komust yfir þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, Njarðvíkingar náðu hinsvegar þriggja stiga forskoti þegar um 20 sekúndur voru eftir, Stjarnan klikkaði í sókninni þar á eftir og Njarðvíkingar kláruðu leikinn á vítalínunni, 68-73 og eru þar með yfir 2-1 í einvíginu um sætið í undanúrslitunum.

Liðsheildin var sterk hjá Njarðvíkingum í kvöld, Odd­ur Rún­ar Kristjáns­son skoraði 16 stig, Hauk­ur Helgi Páls­son skoraði 15 eins og Jeremy Martez Atkin­son sem tók auk þess ​10 frá­köst, Ólaf­ur Helgi Jóns­son skoraði 11 stig og voru tvö af þeim afar mikilvæg undir lok leiksins.