Nýjast á Local Suðurnes

Arðgreiðsla hefði dugað fyrir þriggja ára launum

Verkalýðsfélagið Efling skýtur föstum skotum á eigendur Bláa lónsins í tilkynningu á Facebook-síðu sinni sem birt var á föstudag, en þar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu dugað til að greiða þeim 164 starfsmönnum sem sagt var upp störfum á dögunum í þrjú og hálft ár.

Þá segir í færslunni að stór fyrirtæki reyni að notfæra sér þá stöðu sem upp er komin til þess að fresta launahækkunum sem nýlega hefur verið samið um.