Nýjast á Local Suðurnes

Rekstur Kölku gengur vel – Tekur styrkveitingar til skoðunar á ný eftir hlé

Á miðju ári 2011 tók stjórn Kölku ákvörðun vegna erfiðrar rekstrarstöðu fyrirtækisins á þeim tíma, að veita ekki styrki til félaga eða góðgerðarstarfsemi. Þessari stefnu hefur verið haldið síðan að undanskildum viðurkenningum til grunnskólabarna á árinu 2014 og 2015 og peningagjöf til Fjölbrautarskóla Suðurnesja í tilefni af 10 ára afmæli brennslustöðvarinnar Kölku hinn 27. maí á þessu ári.

Mikið berst af styrkbeiðnum til fyrirtækisins á hverju ári og að ósk framkvæmdastjóra var málið tekið til umræðu á síðasta stjórnarfundi. Góðar umræður og góðar hugmyndir komu fram og tóku allir fundarmenn til máls. Samþykkt að skoða málið frekar og undirúa fyrir gerð fjárhagsáætlunar.