Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík á lista yfir borgir sem munu breyta lífi fólks

Grindavík er á lista yfir sjö borgir sem munu breyta lífi fólks. Bærinn er að vísu ekki borg en er settur í hóp stórborga á borð við Istanbúl í Tyrklandi og San  Fransisco í Kaliforníu. Listinn er birtur í grein á vefsíðunni Inc. en fyrirsögn greinarinnar er: „Heimsókn til þessara sjö borga mun breyta lífi þínu.“ – Frá þessu er greint á Vísi.is

Ennfremur segir á Vísi að Grindavík sé nefnt númer fjögur í greininni en þar stendur: „Fylgdu í fótspor allra stórskáldanna og einangraðu þig á stað sem er friðsæll og rólegur. Rétt eins og Thoreau‘s Walden er hið stóra Bláa lón í Grindavík athvarf fyrir hugann. Þektu líkama þinn kísilþörungi og finndu bæði hugsanir þínar og svitaholur hreinsast.“