Nýjast á Local Suðurnes

Bílastæðasjóður verði virkur á næsta ári

Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leiti en því að á henni eru bílar

Samþykkt hefur verið að senda drög að samþykktum bílastæðasjóðs til umsagnar á ráð og nefndir Reykjanesbæjar, en gert er ráð fyrir að sjóðurinn verði virkur á næsta ári.

Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, sagði í svari við fyrirspurn að það tæki tíma að fjármagna verkefnið, auk þess sem tími færi í kaup á búnaði.

Aðspurður sagði Gunnar að aðeins lögreglan hafi sent inn umsögn varðandi verkefnið, en að óskað hafi verið umsagna nokkuð stórs hóps til dæmis í bíla-, verslunar- og ferðaþjónustubransanum, en að enginn hafði brugðist við.

Næstu skref eru að eiga bein samtöl við hagaðila, rútur bílaleigur, leigubíla, hótelin, verslunareigendur o.þ.h., sagði Gunnar í svari við fyrirspurn sudurnes.net.