sudurnes.net
Bílastæðasjóður verði virkur á næsta ári - Local Sudurnes
Samþykkt hefur verið að senda drög að samþykktum bílastæðasjóðs til umsagnar á ráð og nefndir Reykjanesbæjar, en gert er ráð fyrir að sjóðurinn verði virkur á næsta ári. Gunnar K. Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, sagði í svari við fyrirspurn að það tæki tíma að fjármagna verkefnið, auk þess sem tími færi í kaup á búnaði. Aðspurður sagði Gunnar að aðeins lögreglan hafi sent inn umsögn varðandi verkefnið, en að óskað hafi verið umsagna nokkuð stórs hóps til dæmis í bíla-, verslunar- og ferðaþjónustubransanum, en að enginn hafði brugðist við. Næstu skref eru að eiga bein samtöl við hagaðila, rútur bílaleigur, leigubíla, hótelin, verslunareigendur o.þ.h., sagði Gunnar í svari við fyrirspurn sudurnes.net. Meira frá SuðurnesjumGrindavík á lista yfir borgir sem munu breyta lífi fólksBjóða út viðgerðir á grjótvörnLagt til að hámarkshraði verði lækkaður á hluta ReykjanesbrautarVerðkönnun – Bílastofan oftast ódýrust í dekkjum og þjónustuStöðvaður á leið til Grænlands með 700 grömm af hassiSektað eða ekki sektað? – Það er spurninginMalbikun á mánudag – Fólk færi bíla og aðrar eignir til að forðast tjónMilljónirnar streyma inn – Gestir Bláa lónsins greiða um 16 milljónir króna í aðgangseyri á dagVill að Reykjanesbær taki á móti öllum flóttamönnum – “Úr takti við raunveruleikann”Aflýsa brennum