Nýjast á Local Suðurnes

Malbikun á mánudag – Fólk færi bíla og aðrar eignir til að forðast tjón

Mynd: Facebook / Loftorka

Sefnt rr að því að malbika Hólmbergsbraut í Reykjanesbæ mánudaginn 3. júlí næstkomandi. Áætlaður verktími er á milli 09:00 og 18:00.

Götunni verður lokað á meðan framkvæmdum stendur en hjáleiðir verða merktar sérstaklega. Mælt er með því að fjarlægja ökutæki og aðrar eignir sem standa við götuna til þess að forðast tjón.