Nýjast á Local Suðurnes

Friðrikssynir missáttir með úrslit kosninga

Jóhann Friðrik Friðriksson, frambjóðandi Framsóknarflokks, er ánægður með árangur flokksins í kosningunum sem fram fóru um helgina. Jóhann segir í færslu á Facebook-síðu sinni að flokkurinn muni berjast fyrir því að ríkið leiðrétti hlut Suðurnesja. Jóhann, sem var áberandi í kosningabaráttunni, náði ekki kjöri á þing, en hann skipaði fjórða sæti á lista flokksins, sem náði tveimur mönnum á þing í kjördæminu.

Ásmundur Friðriksson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, er aftur á móti ósáttur við niðurstöðuna í kosningunum, en þrátt fyrir það þákklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í kosningabaráttunni. Sjálfstæðisflokkur tapaði manni í kjördæminu, náði þremur mönnum á þing.