Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík getur haldið uppi heiðri Suðurnesja í Dominos-deildinni

Kefl­avík og Haukar munu leika oddaleik í 8-liða úr­slit­um Dom­in­os-deild­ar karla í körfuknatt­leik á heimavelli þeirra síðarnefndu að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Keflvíkingar eru eina Suðurnesjaliðið sem á möguleika á að ná inn í undanúrslit keppninnar eftir að Njarðvík og Grindavík féllu úr leik á dögunum.

Hauk­ar náðu 2-0-for­skoti í rimm­unni, sem hefur verið ótrúlega jöfn og spennandi, en Kefla­vík vann næstu tvo leiki og er staðan því jöfn, 2-2. Hauk­ar höfnuðu í efsta sæti í deilda­keppn­inni á meðan Keflvíkingar enduðu í því áttunda og eiga því odda­leik­inn á heima­velli.