Nýjast á Local Suðurnes

Skerðing hefur umtalsverð áhrif á sveitarfélögin á Suðurnesjum

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (S.S.S.) tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélag vegna áforma ríkisstjórnarinnar sem kynnt hefur verið fyrir forystu sambandsins um að skerða tekjur jöfnunarsjóðs.

Í samantekt Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga má sjá að gangi áætlunin eftir mun það hafa umtalsverð áhrif á sveitarfélögin á Suðurnesjum.

Sveitarfélag         Íbúafjöldi  Framlög 2019     2020   2021    Bæði árin
Reykjanesbær            18.508                 829,2     -49,5   -87,7         -137,2
Grindavíkurbær           3.398                 428,5     -25,6   -45,3           -70,9
Sveitarfélagið Vogar   1.282                 164,6       -9,8    -17,4           -27,2
Suðurnesjabær            3.486                    418        -25    -44,2           -69,2
Suðurnes                   26.674              1.840,3  -109,9  -194,7         -304,6    

Á stjórnarfundi sem haldinn var þann 18. mars síðastliðinn kom fram að stjórn S.S.S. harmi þessi vinnubrögð og hvetur til þess að ríkisvaldið taki upp viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga til vinna að ásættanlegri lausn.