Nýjast á Local Suðurnes

Mála myndir af vitum landsins

Verkefnið Viti Project vinnur að því um þessar mundir að mála myndir af vitum hringinn í kringum landið.

Suðurnesin eiga ófáa vitana á síðunni sem fengið hafa að nóta sín í fallegum myndum og má þar nefna Stafnesvita, Garðskagavita, Sandgerðisvita, Hópnesvita, Hólmbergsvita, Gerðistangavita og að sjálfsögðu Reykjanesvita en þar stóð elsti viti landsins.

Á Facebooksíðunni er fjallað er um hvern vita, sérkenni hans og sögu sem honum tengist.