Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanótt: Árgangagangan á laugardag

Blöðrum verður ekki sleppt við setningarathöfnina að þessu sinni

Byrjaðu frábæran laugardag á Ljósanótt með þátttöku í einstakri skrúðgöngu, Árgangagöngunni. Þar sem mannkynssaga nútímans tekur á sig mynd.

Málið er einfalt: Sértu fæddur ´55 mætir þú fyrir framan Hafnargötu 55 o.s.frv. Yngsta kynslóðin hefur gönguna og marserar niður Hafnargötu í gegnum heilt æviskeið. Þeir eldri bíða og horfa á æskuna renna hjá þar til röðin kemur að þeim að bætast við. „Hringnum“ er lokað þegar hópur heldri borgara stígur inn í gönguna og gætir þess, sem fyrr, að enginn heltist úr lestinni. Allt undir dynjandi lúðrablæstri lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar o.fl.

Við tekur viðburðarríkur dagur í Reykjanesbæ sem endar með stórkostlegri flugeldasýningu og stórtónleikum. Láttu sjá þig! Segir á heimasíðu Ljósanætur.