Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert fékkst upp í 830 milljóna króna kröfur á S-14

Ekkert fékkst upp í rúmlega 830 milljóna króna kröfur, sem lýst var í þrotabú eignarhaldsfélagsins S-14, en fyrirtækið hefur verið lýst gjaldþrota. Eigandi fyrirtækisins var stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur árið 2008 og var megnið af skuldunum við Sparisjóðinn.

DV sagði frá því árið 2011 að svokölluð S-félög stjórmarmannsins hafi skuldað Sparisjóðnum í Keflavík rúmlega 436 milljónir króna, í september 2008 – á vef RÚV kemur fram að samkvæmt stofntilkynningu um stofnun S-14, var félagið stofnað utan um fjárfestingar, rekstur eigmarhaldsfélaga og lánastarfsemi.