Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir leita á Strandarheiði

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Björgunarsveitir voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag, vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur. Þær hefja leit á nýjum stað þar sem ekki hefur verið leitað áður. Það er með vegaslóðum á Strandarheiði á Reykjanesi.

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir leitina á Strandarheiði ekki til komna vegna nýrrar vísbendingar. Um fjörutíu manns voru kallaðir út til leitar á öðrum tímanum í dag og eru þeir með hunda sér til aðstoðar við leitina, segir á vef RÚV.